„Guð hjálpi mér“ segja menn þegar menn hnerra eða: „Guð hjálpi þér“ þegar annar hnerrar. Þessi siður er fyrst kominn upp í svartadauða. Hann gekk í héraði einu sem annars staðar hér á landi og strádrap allt fólk. Loksins kom hann á einn bæ þar sem tvö systkin voru. Þau tóku eftir því að þeir sem dóu á bænum fengu fyrst geysilega hnerra. Af þessu tóku þau upp á því að biðja guð fyrir sér og hvort fyrir öðru þegar þau fengu hnerrana og lifðu þau tvö ein eftir í öllu héraðinu. Af þessu skal jafnan biðja guð fyrir sér þegar maður hnerrar og deyr þá enginn af hnerrum.
Hlustaðu á söguna:
Sögumaður:
Hafdís Erla Bogadóttir
Heimildir:
Íslenskar þjóðsögur.
Höfundur: Benedikt Jóhannesson/Jóhannes Benediktsson
Teiknari:
Eyrún Óskarsdóttir
Tölvugrafík:
Björk Harðardóttir
Hljóðvinnsla:
Hafdís Erla Bogadóttir
Myndband:
Markús Sveinn Markússon