Páska Tilboð

Páska Tilboð

kr6,490

Aðeins 6490
Verð áður11,460

Nú eru páskarnir á næsta leiti og um að gera að spila og lesa saman í páskafríinu.
Sýsla ætlað að því tilefni að bjóða upp á veglegan páska tilboðspakka.

Gullveig og Tobbi á ferðalagi. Jóga- og hugleiðslubók fyrir krakka.
130 Spurningaspilið
Þjóðsöguspil
Lita- og þrautabók

-+
Flokkur:

Gullveig og Tobbi á ferðalagi
Gullveig og Tobbi á ferðalagi segir frá góðum vinum nota jóga og hugleiðslu til að leysa ótrúlegustu þrautir. Í þessu fagurlega myndskreytta ævintýri fær vinátta, samkennd og styrkur hvers og eins að njóta sín. Lesendur fá auk þess leiðsögn þar sem nokkrar vinsælar og þægilegar jógastellingar eru kynntar á nýstárlegan og aðgengilegan hátt.

Bókin er hljóðbók og hentar vel fyrir lesendur 9 ára og eldri.

Með bókinni fylgir sniðugt app þar sem hægt er að hlusta á alla bókina, skoða enn betur jógastöðurnar sem krakkarnir læra í bókinni og fá skemmtileg heilræði á hverjum degi.


130 Spurningaspilið
Skemmtilegt og fræðandi fjölskylduspil, tilvalið í kósýtímann heima við!

Hvað er í kassanum?

  • 50 spjöld með spurningum
  • 1 blýantur
  • 1 stigablokk.
  • Spilið!

Leikmenn skiptast á að draga spil, spyrja hvorn annan spurninga og safna stigum.

130 spurningaspilið hentar vel fyrir alla fjölskylduna. Spurningarnar eru stuttar og fjölbreyttar. Spilið hentar sérstaklega vel á ferðalögum, þar sem að pakkningin er létt og tekur ekki mikið pláss.


Þjóðsöguspil
Spilastokkur með 13 sígildum íslenskum þjóðsögum og ævintýrum.Spilin prýða myndir eftir Eyrúnu Óskarsdóttur.Með snjallforriti er hægt að hlusta á allar sörurnar á íslensku, ensku, frönsku og þýsku.Skemmtileg spil þar sem hægt er að sameina leik og fróðleik. Hægt er að nota spilin til að spila öll venjuleg spil á spilastokk en einnig sem samstæðuspil, t.d. að safna fjórum samstæðum myndum eins og í hinu sígilda spili Veiðimanni.Spilin eru með tilvitnanir í sígildar íslenskar þjóðsögur á fjórum tungumálum, hjörtun á íslensku, spaðarnir á ensku, tíglarnir á þýsku og loks laufin á frönsku.


Lita-og þrautabók
með smáforritum, stútfull af skemmtun fyrir alla fjölskylduna á íslensku og ensku.Hljóðbók, 13 íslenskar þjóðsögur og Hævintýrimagnúsr (hljóðbók)

Smáfforit: Ferða BINGÓ, stafrófsleikur (með íslensku stöfunum) og stærðfræðileikur.

 

Start typing and press Enter to search

Karfa